11. sep. 2008

Jájájájá,

Mikið líður tíminn ofboðslega hratt!

Við erum semsagt að klára fluttning. Eigum eftir aðflytja stóruhlutina og fötin, það verður gert á morgun. Þá erum við flutt í Stakraðarhús II við Sólvelli 5 á Stokkseyri og munum búa þar amk. næstu 9 mánuðina.

Regina byrjar þá í leikskólanum Æskukoti og Mathilda í Barnaskóla Eyrabakka og Stokkseyrar eða BES. Hún fer í fiðlu tíma og fimleika. Lærir; á túttbyssur, að selja áðnamarka, að á klöpponum er klapparkallinn sem tekur mann ef maður fer of lang út, á hestana í túninu, á nöfnin á húsunum og að maður getur hjólað og gengið sjálfur í skólann þó maður sé aðeins 6 ára. Ég held að þetta verði æði...

Já ég ætlaði að uppljóstra meira um hljómsveitina miklu. Við stofnuðum hljómsveit fyrir brúðkaup frænku okkar. Við, erum frænkur þ.e. þrjár systur og ég og makar. Makarnir hafa allir músíkhæfileika og hafa leikið í hljómsveitum og kynntust í hljómsveit (þar sem ég var grúppían), ein systirin syngur eins og engill en hefur að vísu ekki nýtt sér það neitt opinberlega. Við erum hinsvegar tvær ég og miðju systirn sem erum yfirleitt laglausar, falskar og frekar dimmraddaðar! En við eigum það samt sameiginlegt að vera hálfgerðar valkyrjur. En hljómsveitin spilar gamla slagara eftir Bo Hall, Hemma Gunn ofl. Og nú bíðum við bara eftir því að einhver fari að gifta sig eða haldi upp á afmæli svo við getum haldið áfram að æfa! Formlegur æfingatími er einu sinni í mánuði í Starkaðarhúsi.

Já og um daginn áttum við brúðkaupsafmæli 7 ára vííí!

Verið velkomin í Starkaðarhús II á Stokkseyri.

26. ágú. 2008

Nú er allt að gerast. Ég get ekki beðið eftir því að komast í nýtt húsnæði sem er rúmlega helmingi stærra en það sem við erum í núna. Húsið er búið ýmsum hlutum sem ég hef aðeins þorði að láta mig dreyma um hingað til. T.d. uppþvottarvel, baðkar og sturtu, frystikistu, sólpalli, þvottarhúsi, útigrilli ofl. ofl. Ég er farin að verða ansi spennt fyrir þessu. Hverng ætli þetta passi okkur að búa þarna í briminu og flóanum. Ég vona bara að vinir okkar og fjölskylda verði duglega að heimsækja okkur... ykkur er hérmeð öllum boðið... þ.e. ef einhver les þetta blessaða blogg lengur.

Annað að frétta er að Regina átti afmæli 17. ágúst elsku krútt. Hún er allt í einu svo svakalega stór. Þriggja ára, hætt á bleiju, með skoðanir á hinu og þessu og mikill baukari. Hún fer í leikskóla sem er hinu megin við götuna við húsið okkar á Stokkseyri. Ég held að hún egi eftir að hafa það bara fínt þarna í sveitinni.

Mathilda fer í BES og á frístudaheimilið Stjörnusteina. Hún er komin með inngöngu á báða staði og fer bráðum í heimsókn til að aðeins að kynnast umhverfinu. Önnur er sagan í henni Reykjavík. Þar er ætlast til að börn 6 ára geti séð um sig sjálf. Allaveg þá eru 170 börn á lista um að komast á frístundarheimilið og ekkert virðist vera að greiðast úr. Þannig að elsta barnið er á vergangi og veit eiginlega ekkert hvar hún verður í næstu viku. Ástand ástand. Þeir geta sko ekki borgað alminnilega þarna í borginni það er "nebblega sko" svo dýrt að vera með 4 borgarstjóra á launum! arghhh

Christian er orðin einyrki og við hjónin erum að fara á virðisaukaskatts námskeið hjá Ríkisskattstjóra í september... rómó eða hvað??? heheh Hann á eftir að plumma sig held ég.

Ég sjálf er að vinna og vinna, nóg að gera. Stefni á að gera vel og betur og jafnvel fara að hreifa mig núna með haustinu.

Í kjólinn fyrir jólin er mottó dagsins í dag!

20. ágú. 2008

Já ég er nú bara alveg glötuð í fréttaflutningi af famelíunni. En við erum búin að hafa það svaka gott í sumarfríinu. Ég held að ég hafi aldrei verið í jafn miklum hita á Íslandi áður. 27.5 stig og örugglega heitara á pallinum í Ölver... úffi púff. Mér fannst að ég þyrfti ekkert að fara út til spánar því ég er búin að fá fullt af sól og góðu veðri. Fór út að borða og skemmta mér og lá í mikilli mareneringu sem skilaði sér í stækkun ummáls. Börnin yndisleg og lífið eins og það á að vera! ;-)

En nú dregur til tíðinda... Við erum að flytja á Stokkseyri... Oooog hana nú!

6. maí 2008

Þetta viðtal birtist í Morgunblaðinu 3. maí sl.Bara svona deila því með þeim sem ná ekki mogganum...

Árborg sem hjólaborg

- Katrín Georgsdóttir er nýr sérfræðingur umhverfismála hjá Árborg -

“Sérfræðingur umhverfismála er nýtt starf hjá Árborg og er að hluta til enn í mótun. Starfið felst í að sinna verkefnum tengdum Staðardagskrá 21. Ég rýni í skipulagsmálin með tilliti til umhverfisþátta, er í samstarfi við ýmis félög sem tengjast umhverfis- og náttúrumálum og efli tengsl við íbúa sveitarfélagsins, stofnanir og fyrirtæki til þess að gera sveitarfélagið af sjálfbæru og frábæru samfélagi”, sagði Katrín Georgsdóttir, sem tók við þessu nýja starfi hjá Sveitarfélaginu Árborg 1. febrúar sl., þegar hún var spurð um nýja starfið. Katrín er fædd í Gautaborg í Svíþjóð árið 1973 og bjó þar í tvö ár eða þangað til að hún fluttist á Akranes. Faðir hennar er þaðan en móðir frá Núpi í Dýrafirði. Katrín kláraði Fjölbrautaskólann á Akranesi, fór síðan sem skiptinemi til Arnhem í Hollandi í eitt ár og kom heim. Hún staldraði ekki lengi við á Íslandi og fór aftur til Hollands, nánar tiltekið til Deventer í námi í umhverfisfræðum, sem hún kláraði á fimm árum. Í Hollandi kynntist hún eiginmanni sínum, Christian Elgaard sem er Dani og eiga þau tvær dætur, Mathildu Ásu og Reginu. Katrín ákvað að skella sér í meira nám í „Konunglega landbúnaðarskólanum á Fredriksberg“ og svo fór hún í tækniskóla og tók kúrsa í grafískri hönnun. Eftir að Katrín og Christian fluttu til Íslands hóf hún störf hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur á umhverfissviði Reykjavíkurborgar og starfaði þar frá því í mars 2006 og þar til hún tók við nýja starfinu hjá Árborg.

Datt í lukkupottinn

“Mér finnst ég hafa hlotnast besta starfið í heiminum og algjörlega dottið í lukkupottinn með nýja starfinu í Árborg. Ég hef reyndar bara starfað í rúmlega tvo mánuði og er því bara rétt að kynnast öllum og ná tökum á fyrirliggjandi verkefnum. Það sem gerir þetta starf svo spennandi er að með ráðningunni er sveitarfélagið að setja umhverfismálin efst í stjórnsýsluna, eitt af fáum sveitarfélögum á landinu, og þar með stefnir sveitarfélagið á að vera í forystunni hvað varðar umhverfismál. Ég er að kynnast sveitarfélaginu og hef fengið að fara með ýmsu góðu fólki í skoðunarferðir og reyni eftir fremsta megni að soga til mín vitneskju þeirra og er að lesa heilan helling um Árborg og Árnessýslu. Mér hefur verið svakalega vel tekið og gengið mjög vel hingað til”, sagði Katrín um nýja starfið og hvernig það hefur gengið.

Tökum á - tökum til

Þessa dagana er sérstakt umhverfisátak í gangi sem kallast “Tökum á – tökum til”. Átakið gengur út á að hvetja íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka til, ekki bara á eigin lóðum heldur huga að umhverfinu öllu í kringum sig. Starfsmenn framkvæmda- og veitusviðs keyra svo um svæðið og hirða upp garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. En hvernig hefur gengið að virkja íbúa og eigendur fyrirtækja í átakinu?
“Mér sýnsit það ganga ljómandi vel. Íbúar hafa tekið vel við sér og maður sér að bærinn er að lifna við eftir veturinn. Við byrjuðum átakið á föstudaginn 25. apríl með því að allir starfsmenn Ráðhússins og framkvæmda- og veitusviðs fóru út og tóku til. Við fengum líka leik- og barnaskóla með okkur í lið þennan dag og nýnemar úr Fjölbrautaskólanum tíndu rusl í nágrenni við skólann alla vikuna. Þetta var alveg frábært og maður sá árangurinn strax. Umhverfismálin byrja nefnilega alltaf fyrst hjá manni sjálfum. Best er að spyrja „hver er ég?“ Er ég týpan sem hendi rusli út um bílrúðuna til þess að einhver annar, sem fær borgað frá sveitarfélaginu, geti gengið á eftir mér með poka og tekið til eftir mig? Eða tek ég ábyrgð og hendi mínu rusli sjálf? Þetta er spurning um innri mann og hvernig samfélagi þú vilt búa í. Ég er mjög hrifin af orðatiltækinu: „hver er sinnar gæfu smiður“ og það á við umhverfismálin líka. Maður býr til sitt eigið umhverfi, umhverfið er maður sjálfur”, sagði Katrín.

Hjól í Ráðhúsið

Þegar Katrín er spurð að því hvað sé helst framundan hjá Árborg á sviði umhverfismála stendur ekki á svarinu. “Það eru bara skemmtilegir tímar framundan í Árborg. Við erum að fá hjól í Ráðhúsið sem er tilraunaverkefni þar sem starfsmenn fá afnot af hjólum til þess að fara á fundi og annað. Við erum búin að reikna það út að það tekur ekki nema 2 – 8 mínútur á hjóla í aðrar stofnanir á Selfossi. Með því að hvetja fólk til að hjóla ýtir maður undir heilbrigðari lífsstíl, minnkar mengun, minnkar slysahættu, minnkar álag á vegum og skapar betri starfsskilyrði fyrir starfsfólkið. Þannig eru starfsmenn sveitarfélagsins fyrirmyndir. Árborg er alveg frábært svæði til að hjóla á. Það er jafn flatt og Danmörk og Holland og ég hlakka mikið til að flytja og fara að hjóla daglega á ný. Svo eru endalaus önnur skemmtileg mál í deiglunni”.

Mikil möguleikar

“Árborg býður upp á svo svakalega mikla möguleika. Fjölbreytnin í samfélaginu er mjög mikil. Náttúran er mjög sterk með Ölfusá og votlendið allt um kring Flóann og stórkostlegu hraunfjörurnar. Sagan bæði jarðfræðilega og ekki síst menningarlega er ótrúlega merkileg. Val á búsetu er frábært maður getur valið um það að búa í sveit en samt í nokkurra km fjarlægð við þjónustu og verslun og líka valið fjölskylduhverfi með öllu sem því fylgir, búið við hafið í þorpum með mikla sögu og í nánd við ótrúleg náttúruöfl og fegurð og svo í miðbæ og ferðast ókeypis um í strætó. Mín framtíðarsýnin er Árborg sem hjólaborg, þar sem sjálfbær þróun er raunveruleiki en ekki lífsgæðaskerðing. Náttúran, græn svæði, göngu-, reið- og hjólastígar eru grunnurinn að öllu skipulagi. Í Árborg eru íbúar meðvitaðir um mikilvægi góðrar fyrirmyndar með ábyrgð og umhyggju gagnvart umhverfi og samfélaginu í heild. Árborg er sveitarfélag þar sem fyrirtæki eru meðvituð um endurnýtingu auðlinda, þau leggja metnað sinn í að draga úr úrgangi og hafa nýsköpun í fyrirrúmi. Árborg hefur allt það sem gefur lífinu lit”, sagði Katrín að lokum.

13. apr. 2008

Fyndið, við hjónin horfðum á söngvakeppni framhaldsskólana í gær og það var fyndið. Eiginmaðurinn var svo pirraður yfir frammistöðunni að hann hljóp fúll í burtu úr sófanum og sakaði hann mig um að pína sig með endalausum bjánhrolli og hrillingi vegna þess að ég ríghélt í fjarstýringuna. Ég skemmti mér konunglega! En eitt fannst mér eftirtektarvert það var að strákarnir sem tóku þátt voru sko ekkert hræddir við að sína tilfinningu og vera með ástarjátningar og næstum fella tár og ég veit ekki hvað. Þegar ég var í fjölbraut þá gat strákur alveg eins komið nakinn framm eða það hefði þótt næstum meira kúl heldur en að syngja ástarljóð og sýna alvöru tilfinningu. Eru þetta áhrif jafnréttis??? Veit ekki...

9. apr. 2008



Ég... en þú?